Monday, November 8, 2010

Stálhús eftir Robert Bruno


Mikið hefði verið gaman ef útrásarmenn og konur hefðu spanderað í eitthvað þessu líkt, það stæði þá að minnsta kosti eitthvað eftir.

Wednesday, November 3, 2010

Lagleg grafík frá Suffix


Ætlum ekkert að analísa þetta, grafíkin og brilljansinn talar fyrir sig - en svona í framhjáhlaupi þá er einn í Studibility með fettish fyrir hauskúpum, þetta er handa honum.

Thursday, October 28, 2010

Leica M8




Mikið ofboðslega er þetta fallegt ! M8 Digital frá Leica, hvít eins og snjór - maður fyllist himneskri innri pínu . . . okkur langar í svona . . . já, æ, fökk – 2007 – okkur langar samt í’ana!

Friday, October 15, 2010

Dörtí Harrý

Bjútifúl póster, þekkjum því miður ekki grafíska hönnuðinn á bak við verkið.

Wednesday, October 13, 2010

A Collection A Day

. . . er blogsíða sem Lisa Congdon heldur úti. Þráhyggja hennar við að setja eitt safn á dag inn á bloggið er með ólíkindum. Okkur finnst þetta brjálæði dásamlegt og það triggerar ímyndunaraflið að skoða safnið hennar. Kíkið til Lisu með því að smella hér.

Línur

Architext

Þetta plakat þarfnast engrar analísu. Barasta bjútifúl.

Thursday, October 7, 2010

Marinó Torlacius fyrir Bility




Fjórar myndir úr frábærri 30 mynda ljósmyndaseríu eftir Marinó Torlacius, sem hann tók fyrir Bility.

Monday, September 20, 2010

Hasselblad MKWE



Hún er svo falleg að sá sem setur inn þetta blogg fær stöðugan hiksta við að horfa á myndirnar. Vélin var míðuð fyrir NASA, það er hægt að kaupa gripinn á ebay þessa dagana fyrir $34.000.

Friday, July 9, 2010

Brjálæðislega spennandi




Sigríður Sigurjónsdóttir opnaði SPARK DESIGN SPACE að Klapparstíg 33, 8. júlí, með sýningu myndlistarkonunnar Andreu Maack á ilmum sem listakonan hefur notað sem hluta af innsetningum sínum s.l. tvö ár – Ilmunum verður gerð sérstök skil á blogginu næstu daga. Með opnun SPARK DESIGN SPACE lyftir Sigríður hönnunarkúltúr á Íslandi upp um ansi mörg þrep. Sigríður Sigurjóns er náttúrulega mögnuð! . . . og að baki hennar er kletturinn Halldór Lárusson :-)

Friday, June 18, 2010

Og symbolið




Sá sem skrifar þetta skammast sín svoldið fyrir að viðurkenna að hann getur ekki teiknað „amperstand“ eftir minni. Okkur finnst þetta mest kúl symbolið í stafrófinu og þau eru ekki ófá skiptin sem maður hefur þurft að taka á til þess að standast freistinguna að nota symbolið í íslenskum texta. Leturtýpurnar í amperstöndunum hér fyrir ofan eru: 1 BernardFasD & 2 Caviar Dreams & 3 Caslon Semi Bold Italic & 4 Hoefler Text Italic & 5 United Sans Cond Bold & 6 Sackers Gothic Medium & 7 Trebuchet & 8 Aller Display. Hér er nördalinkur á Wilkipedia um Amperstand.

Thursday, June 10, 2010

Dásamleg innri pína



Dásamlegt hvernig „trendin“ fara í hring. Þriggja gíra hjólið varð maður að eignast á sínum tíma, svo komu tuttugu og eitthvað gíra hjólin – toppurinn á tilverunni. Og í dag eru sífellt fleiri sem vilja fara til baka, gera hjólin upp minimal, burt með alla gíra (þeir svölustu hafa engar bremsur) - okkur finnst þessi aftur til fortíðar trend í útliti himnesk upplifun og dásamleg innri pína.

Monday, June 7, 2010

Rex Burnet



Svona illústratorsnilligáfa er innblástur. Rex Burnet teiknaði myndir í kringum 1948-55 fyrir m.a. Hot Rod Magazine. Teikningar Rex voru unnar með penna á pappír, engin tölva, ekkert 3D forrit. Eitt okkar er orðið það þroskað að árum að hann man vel eftir þessum teikningum Rex úr gömlum Hot Rod blöðum föður síns, og lá yfir þeim tímunum saman – við að sjá þessar myndir kom svona smá deisjavú yfir hann. Og líka . . . gamla, modern týpógrafían í neðstu myndinni er svakalega falleg.

Friday, June 4, 2010

Grænt

Þetta er brilliant og hughreystandi . . . kveiknar ekki hugmynd hjá þér? :-)

Tuesday, June 1, 2010

Himnesk upplifun




Við í stúdíóinu héldum upp á sumar og sól með því að borða saman í hádeginu hjá Áslaugu í Marengs á Listasafni Íslands. Við höfum það fyrir venju að láta Áslaugu ráða matseðlinum og henni tekst alltaf að koma okkur óvart. Andrúmið, maturinn og fegurðin er þannig að maður fer alltaf doldið „High on Life“. - Takk Áslaug !

Monday, May 31, 2010

Apple konseptið



Það er alltaf skemmtilegt að horfa um öxl og skoða þróun. Efst er fyrirrennari MacBook. Þar fyrir neða er tæki sem Apple kallaði Mac Professional Workbench og neðst er iPhonepælingin að stíga fyrstu skrefin. Apple hefur alltaf tekist að vera skrefinu framar, enda óþreytandi í konsepthugsun og það er greinilega gaman hjá þeim

Friday, May 28, 2010

Vanilla

Reiðhjólakúltur á Íslandi fer vaxandi og við erum svag fyrir fallegum reiðhjólum (reyndar er eitt okkar með algera dellu fyrir þeim) – Fyrirtæki í Portland USA framleiðir hjól sem heita Vanilla, þessar gersemar eru handsmíðaðar og það er fimm ára biðlisti eftir hjólum frá þeim - Heimasíðan þeirra er hér. - Það er líka hægt að fá ferlega falleg hjól hjá David í Kríunni, eða að fá David til þess að „pimpa“ gamla hjólið, það tekur ekki fimm ár og er eiginlega svona hálfpartinn íslenskt. Heimasíðan hjá Kríunni er hér.