Friday, June 18, 2010

Og symbolið




Sá sem skrifar þetta skammast sín svoldið fyrir að viðurkenna að hann getur ekki teiknað „amperstand“ eftir minni. Okkur finnst þetta mest kúl symbolið í stafrófinu og þau eru ekki ófá skiptin sem maður hefur þurft að taka á til þess að standast freistinguna að nota symbolið í íslenskum texta. Leturtýpurnar í amperstöndunum hér fyrir ofan eru: 1 BernardFasD & 2 Caviar Dreams & 3 Caslon Semi Bold Italic & 4 Hoefler Text Italic & 5 United Sans Cond Bold & 6 Sackers Gothic Medium & 7 Trebuchet & 8 Aller Display. Hér er nördalinkur á Wilkipedia um Amperstand.

Thursday, June 10, 2010

Dásamleg innri pína



Dásamlegt hvernig „trendin“ fara í hring. Þriggja gíra hjólið varð maður að eignast á sínum tíma, svo komu tuttugu og eitthvað gíra hjólin – toppurinn á tilverunni. Og í dag eru sífellt fleiri sem vilja fara til baka, gera hjólin upp minimal, burt með alla gíra (þeir svölustu hafa engar bremsur) - okkur finnst þessi aftur til fortíðar trend í útliti himnesk upplifun og dásamleg innri pína.

Monday, June 7, 2010

Rex Burnet



Svona illústratorsnilligáfa er innblástur. Rex Burnet teiknaði myndir í kringum 1948-55 fyrir m.a. Hot Rod Magazine. Teikningar Rex voru unnar með penna á pappír, engin tölva, ekkert 3D forrit. Eitt okkar er orðið það þroskað að árum að hann man vel eftir þessum teikningum Rex úr gömlum Hot Rod blöðum föður síns, og lá yfir þeim tímunum saman – við að sjá þessar myndir kom svona smá deisjavú yfir hann. Og líka . . . gamla, modern týpógrafían í neðstu myndinni er svakalega falleg.

Friday, June 4, 2010

Grænt

Þetta er brilliant og hughreystandi . . . kveiknar ekki hugmynd hjá þér? :-)

Tuesday, June 1, 2010

Himnesk upplifun




Við í stúdíóinu héldum upp á sumar og sól með því að borða saman í hádeginu hjá Áslaugu í Marengs á Listasafni Íslands. Við höfum það fyrir venju að láta Áslaugu ráða matseðlinum og henni tekst alltaf að koma okkur óvart. Andrúmið, maturinn og fegurðin er þannig að maður fer alltaf doldið „High on Life“. - Takk Áslaug !