

HÉRNA SÖFNUM VIÐ EFNI SEM OKKUR FINNST SKEMMTILEGT OG HUGHREYSTANDI


Reiðhjólakúltur á Íslandi fer vaxandi og við erum svag fyrir fallegum reiðhjólum (reyndar er eitt okkar með algera dellu fyrir þeim) – Fyrirtæki í Portland USA framleiðir hjól sem heita Vanilla, þessar gersemar eru handsmíðaðar og það er fimm ára biðlisti eftir hjólum frá þeim - Heimasíðan þeirra er hér. - Það er líka hægt að fá ferlega falleg hjól hjá David í Kríunni, eða að fá David til þess að „pimpa“ gamla hjólið, það tekur ekki fimm ár og er eiginlega svona hálfpartinn íslenskt. Heimasíðan hjá Kríunni er hér.