Monday, May 31, 2010

Apple konseptið



Það er alltaf skemmtilegt að horfa um öxl og skoða þróun. Efst er fyrirrennari MacBook. Þar fyrir neða er tæki sem Apple kallaði Mac Professional Workbench og neðst er iPhonepælingin að stíga fyrstu skrefin. Apple hefur alltaf tekist að vera skrefinu framar, enda óþreytandi í konsepthugsun og það er greinilega gaman hjá þeim

Friday, May 28, 2010

Vanilla

Reiðhjólakúltur á Íslandi fer vaxandi og við erum svag fyrir fallegum reiðhjólum (reyndar er eitt okkar með algera dellu fyrir þeim) – Fyrirtæki í Portland USA framleiðir hjól sem heita Vanilla, þessar gersemar eru handsmíðaðar og það er fimm ára biðlisti eftir hjólum frá þeim - Heimasíðan þeirra er hér. - Það er líka hægt að fá ferlega falleg hjól hjá David í Kríunni, eða að fá David til þess að „pimpa“ gamla hjólið, það tekur ekki fimm ár og er eiginlega svona hálfpartinn íslenskt. Heimasíðan hjá Kríunni er hér.